Aftur höfum við tilefni til að gleðjast! Við erum afar stolt af því að vera eitt af framúrskarandi fyrirtækjum hjá Creditinfo annað ár í röð. Á lista Creditinfo í ár náðu 842 fyrirtæki eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Þetta er því mikil viðurkenning og hvatning fyrir starfsfólkið okkar en þeirra framlag hefur skilað okkur þessum góða árangri í rekstrinum. Við afsakaplega ánægð – takk framúrskarandi starfsfólk, takk framúrskarandi viðskiptavinir ❤️.
Netpartar hefur frá upphafi verið í eigu Aðalheiðar Jacobsen sem einnig er framkvæmdastjóri. Hjá Netpörtum vinna átta manns.
Frekari upplýsingar um skilyrði Creditinfo og önnur fyrirtæki á listanum.