Gæðavottun

Bílgreinasambandið hefur vottað starfsemi Netparta ehf. skv. BGS gæðastaðli 5.0 2013 fyrir þjónustu bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningar- og réttingaverkstæða, smurstöðva og söluaðila notaðra varahluta.

Netpartar ehf. er fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar sem hlotið hefur slíka vottun. Tilgangur vottunar er að auka gæði þjónustu og sýnir vilja fyrirtækisins til að tryggja góða þjónustu. Þá tryggir vottunin að brugðist er við kvörtunum viðskiptavina, að þjónusta fyrirtækisins er vel skilgreind og að unnið er undir ákveðnu innra eftirliti.

Ávinningur fyrirtækisins er helstur sá að vinnuferli á verkstæði verða markvissari og rekjanleiki varahluta er tryggður. Reglubundið ytra eftirlit er með starfseminni sem tryggir markvissar úrbætur á því sem betur má fara. Fyrirtækið verður sýnilegra og ánægja með þjónustu eykst.  Markviss þjálfun starfsmanna eykur og á starfsánægju.

Vottun Bílgreinasambandsins býðst bifreiðaverkstæðum, vélaverkstæðum, málningar- og réttingaverkstæðum, smurstöðvum og verslun með notaða varahluti.

Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðu BSI á Íslandi www.ce.is

BGS vottun 2015 001

Vefur TACTICA