BSI á Íslandi hefur vottað starfsemi Netparta ehf. skv. ISO 9001 gæðastaðli fyrir þjónustu bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningar- og réttingaverkstæða, smurstöðva og söluaðila notaðra varahluta.
Staðallinn setur fram kröfur á gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins og er því öflugt verkfæri til að ná enn betri rekstrarlegum árangri á hagkvæman og skilvirkan hátt. Þá er tilgangurinn að auka gæði þjónustu og ná stöðugum umbótum til að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina.
Ávinningur fyrirtækisins er helstur sá að vinnuferli á verkstæði verða markvissari og rekjanleiki varahluta er tryggður. Reglubundið innra og ytra eftirlit er með starfseminni sem tryggir markvissar úrbætur á því sem betur má fara. Fyrirtækið verður sýnilegra og ánægja með þjónustu eykst og markviss þjálfun starfsmanna eykur á starfsánægju þeirra. Netpartar hafa hlotið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 frá árinu 2016.