Markmið okkar hjá Netpörtum er að gera sífellt betur og finna leiðir til að vera hreyfiafl fyrir breytingar til góðs fyrir umhverfið og jörðina okkar. Sem hluta af því markmiði ákváðum við að gerast aðilar að Festu, félagi um samfélagsábyrgð.
Við viljum vera hluti af þeim samtakamætti sem felst í því að snúa við þeirri ógnvekjandi þróun sem blasir við okkur ef ekkert verður að gert til að sporna við afleiðingum sem gróðurhúsalofttegundir geta valdið. Það skiptir ekki máli hvar okkur ber niður, heima og heiman eða í hvaða atvinnugrein við vinnum – sjálfbærni jarðar er markmiðið sem við stefnum að fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir.
Við viljum vera þátttakendur í samtali, samstarfi og viðræðum við fólk, fyrirtæki og yfirvöld um starfsumhverfi okkar og hvernig við getum saman unnið á ábyrgan hátt. Við erum líka sannfærð um að samfélagslega ábyrg hugsun sé aflgjafi fyrir okkur að bæta árangur okkur og vera samkeppnishæfari bæði hér á landi og erlendis.
Með því að vera aðili að samtökum sem ýta undir slíka hugsun getum við betur komið okkar rödd á framfæri og eflt þennan samtakamátt.