SKILMÁLAR UM KAUP Á NOTUÐUM VARAHLUT AF NETPÖRTUM EHF.
Kaupandi gerir sér grein fyrir og samþykkir að kaup á notuðum hlut getur aldrei komið fullkomlega í stað nýs varahlutar sömu gerðar. Hið selda hefur verið í notkun og eigu annarra aðila en seljanda og því getur seljandi ekki ábyrgst að varan standist allar gæðakröfur kaupanda.
Reynist varan ekki uppfylla gæðakröfur kaupanda hefur hann rétt á að skila vörunni innan 14 daga frá viðtöku hennar gegn framvísun reiknings.
Kaupandi gerir sér grein fyrir að ástand þess selda kunni að vera verra en það líti út fyrir.
Reynist seldur hlutur ekki í lagi að teknu tilliti til aldurs og verðlagningar, takmarkast bótaábyrgð Netparta við að bæta hinn selda hlut með samskonar hlut, eða sé sambærilegur hlutur ekki til með endurgreiðslu kaupverðs.
Kaupandi er meðvitaður um og samþykkir að Netpartar bæta ekki afleitt tjón vegna galla á seldum vörum, s.s. verkstæðiskostnað vegna viðgerða og/eða skipta á varahlutum o.s.frv.