Umhverfis- og gæðastefna

Gæðastefna

Gæðastefna Netparta ehf. snýst um að stunda faglega og umhverfisvæna verlsun með notaða bílavarahluti á Íslandi. Grunnhugsunin að baki allri starfsseminni er umhverfisvæn endurvinnsla og endurnýting varahluta úr eldri bílum. Endurvinnsla skal vera umhverfisvæn og standast ætíð ýtrustu kröfur eftirlitsaðila, markaðsaðila, stjórnsýlu og annara hagsmunaaðila á hverjum tíma.

Einkunarorð Netparta ehf. eru; „Fagleg, góð og umhverfsivæn þjónusta“.

Netpartar ehf. leitast við að uppfylla kröfur BGS staðsls Bílgreinasambandsins 5.0:2013.

  • Fyrirtækisins mun haga starfssemi sinni á þann veg að hún mæti þörfum viðskiptavina og hagsmunaaðila með því að stuðla að skilvirkri úrvinnslu, endurvinnslu, aðgengi, geymslu og úrvali notaðra bílavarahluta.
  • Haga allri starfsseminni á sem umhverfisvænstan hátt og leita ávalt stöðugra endurbóta.
  • Stuðla að því að hæfni og geta mannauðs fyrirtæksins sé ávalt í samræmi við nýjar og auknar kröfur. Jafnframt því skulu allir starfsmenn vera meðvitaðir um gæðastefnu þessa og starfa eftir henni.
  • Vinna stöðugt að því að bæta aðbúnað og nærumhverfi fyrirtækisins þannig að það stuðli að bættri þjónustu við viðskiptavini og betra starfsumhverfi.
  • Afhenda varahluti í því ástandi sem samið var um ásamt því að tryggja að verðtilboð sem boðin hafa verið standist að öðru óbreyttu.
  • Að reksturinn skili ásættanlegri afkomu, nú og til framtíðar.

Stefna þessi skal vera almenningi aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins.

Umhverfisstefna

Netpartar ehf. leitast við að vera leiðandi fyrirtæki í flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu auðlinda úr notuðum bifreiðum hér á landi. Umhverfisárif og samspil fyrirtækisins við sitt nær- og fjærumhverfi verða ætíð höfð að leiðarljósi. Leitast verður eftir því að koma auga á umhverfisþætti sem snerta starfssemi fyrirtækisins, bregðast við þeim og þannig minnka mengun og mengunarhættu.

Ávallt verður litið till nýrra leiða eða tækni sem stuðlar að bættri endurvinnslu, flokkun og endurnýtingu varahluta úr notuðum bifreiðum. Leitað verður úrlausna til þess að stuðla að stöðugum umbótum í starfssemi fyrirtækisins er tengjast umhverfis-, gæða og þjónustumálum.

Markmiðið með rekstri fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að stuðla að frekari nýtingu eldri varahluta úr bifreiðum sem leiðir af sér betri nýtingu verðmæta og minni sóun fyrir viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Fyrirtækið leggur þá áherslu á öryggi, heilbrigði og almenna velferð starfsmanna sinna og að þeir séu meðvitaðir um stefnu þessa. Þjálfun og hæfni mannauðs skal viðhaldið og bætt þannig að starfsmenn séu hæfir til þess að takast á við þau verkefni sem þarf að sinna hverju sinni.

Netpartar ehf. skuldbinda sig til þess að fara eftir bæði lagalegum og öðrum kröfum hagsmunaaðila er varða umhverfismál. Í því felst að koma auga á þær kröfur sem snerta starfssemi fyrirtækisins og þær skráðar.

Netpartar ehf. hefur innleitt ISO14001:2015 og fengið vottun fyrir innleiðingu á þeim staðli í janúar 2016. Vottunin gildir til 12. Janúar 2019.

Stefna þessi skal vera almenningi aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins.

 

 

Árborg, 10. febrúar 2017.

Vefur TACTICA