Einkunnarorð Netparta – Umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða
Netpartar er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og leggur áherslu á umhverfis- og gæðastjórnun í starfsemi sinni. Við vinnum að því að hámarka umhverfisvæna endurvinnslu og nýtingu á öllu hráefni úr bifreiðum sem komnar eru úr notkun. Þannig gegnum við hlutverki í hringrásarhagkerfsinu með því að viðhalda verðmæti vara, efna og auðlinda eins lengi og mögulegt er og stuðlum að minni sóun, betra umhverfi og loftslagi.
Netpartar er þjónustuaðili fyrir Úrvinnslusjóð og hefur fengið umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001:2015 staðlinum. Netpartar hafa því skuldbundið sig til þess að fara eftir bæði lagalegum og öðrum kröfum hagsmunaaðila er varða umhverfismál. Við höfum gefið út gæða- og umhverfisstefnu í þeim tilgangi að efla gagnsæi um starfsemina og auka gæði þjónustu með áherslu á ánægju viðskiptavina.
Umhverfisáhrif og samspil fyrirtækisins við sitt nær- og fjærumhverfi eru ætíð höfð að leiðarljósi, þar sem leitast er eftir því að koma auga á umhverfisþætti sem snerta starfsemi fyrirtækisins, bregðast við þeim og þannig minnka mengun og mengunarhættu.
Við leggjum áherslu á öryggi, heilbrigði og almenna velferð starfsmanna okkar og að þeir séu meðvitaðir um stefnu fyrirtækisins. Samkvæmt gæðastefnu Netparta, fær starfsfólk reglubundna þjálfun þannig að það sé hæft til þess að takast á við þau verkefni sem þarf að sinna hverju sinni. Netpartar hafa hlotið vottun BSI á Íslandi samkvæmt kröfum BGS staðals 5.0:2013.