Netpartar – Umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða
Við vinnum að því að hámarka umhverfisvæna endurvinnslu og endurnýtingu á öllu hráefni úr bifreiðum sem komnar eru úr notkun. Þannig gegnum við hlutverki í hringrásarhagkerfinu og stuðlum við að minni sóun, betra umhverfi og loftslagi.
Netpartar hefur fengið umhverfisvottun BSI á Íslandi samkvæmt ISO 14001:2015 staðlinum, eitt fyrirtækja í þessari grein á landinu. Þannig hafa Netpartar skuldbundið sig til þess að fara eftir bæði lagalegum og öðrum kröfum hagsmunaaðila er varða umhverfismál. Endurvinnslan stenst ýtrustu kröfur eftirlitsaðila, markaðsaðila, stjórnsýslu og annarra hagsmunaaðila á hverjum tíma.
Með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis eykst meðvitund starfsfólks mikið um vinnuna og þau verðmæti sem það höndlar daglega. Betri umgengni um verðmæti og umhverfi, skilar vandaðri vinnubrögðum við sundurgreiningu ökutækja og meðferð varahluta er betri sem bætir framlegð fyrirtækisins. Innleiðing staðalsins bætir ímynd starfseminnar að sama skapi.
Umhverfisáhrif og samspil fyrirtækisins við sitt nær- og fjærumhverfi eru ætíð höfð að leiðarljósi, þar sem leitast er eftir því að koma auga á umhverfisþætti sem snerta starfsemi fyrirtækisins, bregðast við þeim og þannig minnka mengun og mengunarhættu.