Umhverfisvottun

Til þess að setja fram skýrari ramma um stjórnun umhverfismála var ISO 14001 staðallinn saminn. Hann kom upphafalega út árið 1996 en síðan þá hefur hann verið uppfærður tvisvar. Staðallinn var saminn af tækninefndinni ISO/TC 207, sem kallast Environmental Management og er undirnefnd SC 1, Environmental Management Systems innan Alþjóðlega staðlaráðsins (ISO). Staðlinum er ekki ætlað að auka tæknilegar hindranir eða hafa áhrif á lagalegar skyldur fyrirtækja heldur er það fyrirtækjum í sjálfvald sett hvaða markmið þau setja sér. Helsta viðfangsefni staðalsins er að tilgreina kröfur um hvernig umhverfisstjórnunarkerfi skal byggt upp og notað, ásamt því að veita tilsögn um hvernig fyrirtæki getur þróað stefnu og sett markmið út frá lagalegum ramma, starfssviði og upplýsingum um þýðingarmikla umhverfisþætti, en það eru þeir þættir í rekstri fyrirtækis sem hafa ótvíræð áhrif á umhverfið. Staðallinn á að henta til notkunar í fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum og á að vera hægt að beita honum með aðlögun að mismunandi menningarlegum, landfræðilegum og félagslegum aðstæðum.

 

Vefur TACTICA