Skilmálar Netparta um notkun á vafrakökum (e. „cookies“)
Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru agnarsmáar textaskrár sem eru geymdir í vafraranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga.
Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.
Hvað eru fyrsta og þriðja aðila vafrakökur?
Það ræðst af léninu sem gerir vafrakökuna hvort hún telst fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir.
Þeir sem vilja aftengja vafrakökur geta gert það í vafrastillingum.
Hversvegna nota vefsíður vafrakökur?
Vafrakökur eru mjög hentug leið til að geyma upplýsingar á milli heimsókna, til að mynda notendastillingar eða vörur í körfu. Ef ekki væri fyrir vafrakökur þá gæti síðan ekki munað hvaða vörur voru í körfunni þegar notandi ætlar að ganga frá kaupum.
Notkun Netparta á kökum
Með því að samþykkja skilmála Netparta um notkun á vafrakökum er netpartar.is m.a. veitt heimild til að:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
- Gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
- Þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
- Birta notendum auglýsingar
Netpartar.is safnar upplýsingum með Google Analytics og Facebok Pixel en bæði kerfi nota eigin vafrakökur (þriðja aðila vafrakökur, sjá að ofan) og safna upplýsingum nafnlaust til að búa til tölfræði yfir notkun vefsins.
Þessi tölfræði er nýtt til að bæta vefinn og þjónustu á vefnum. Á grundvelli þess áskilja Netpartar sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á vafrakökum.
Geymslutími
Kökur frá netpartar.is eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæðið.
Meðferð Netparta á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Netpartar kunngera að ekki verður unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.