Verðskrá

Almennt verð notaðra varahluta hjá Netpörtum er 50%  af verði nýs hlutar hjá umboði 

Þá njóta þau fyrirtæki sem samið hafa sérstaklega við tryggingafélög sérstakra afsláttarkjara skv. samningum við þessi tryggingafélög eins og sýnt er hér að neðan, en þau verðdæmi eiga aðeins við þegar um tjón er að ræða þar sem verkstæði framvísar tjónsnúmeri frá viðkomandi tryggingafélagi.

Við verðútreikninga er bifreiðum skipt í tvo flokka eftir árgerðum, bifreiðar árgerð 2010 og yngra og bifreiðar árgerð 2009 og eldra. Þessi árgerðarskipting gildir til 31. desember 2019.

Í bifreiðar árgerð 2010 og yngra er viðmiðunarverð okkar 50% af verði nýs hlutar hjá umboði.

DÆMI:
Nýr hlutur kostar kr. 100.000, viðmiðunarverð Netparta kr. 50.000 Sé verkstæði með samning við tryggingafélag reiknast 20% afsláttur af okkar verði gegn framvísun tjónsnúmers og endanlegt verð hlutarins verður kr. 40.000.

Í bifreiðar árgerð 2009 og eldra er viðmiðunarverð okkar 35% af verði nýs hlutar hjá umboði.

DÆMI:
Nýr hlutur kostar kr. 100.000, viðmiðunarverð Netparta kr. 35.000 Sé verkstæði með samning við tryggingafélag reiknast 20% afsláttur af okkar verði gegn framvísun tjónsnúmers og endanlegt verð hlutarins verður kr. 28.000.

Ofangreind dæmi eru viðmiðunarverð. Netpartar ehf. gera gjarnan verðtilboð í varahluti, sérstaklega ef um magnkaup er að ræða. Ávallt er miðað við ástand varahluta við verðmat.

Vinsamlega hafið samband við sölumenn okkar.

 

 

Vefur TACTICA