Almennt verð notaðra varahluta hjá Netpörtum er 50% af verði nýs hlutar hjá umboði.
Þú getur fundið varahluti frá okkur á Varahlutasölur.is og á Partasalinn.is. Allir nýir varahlutir eru færðir inn á Partasalann og þú líka séð öll verð þar.
Við verðútreikninga er bifreiðum skipt í tvo flokka eftir árgerðum, bifreiðar árgerð 2012 og yngri og bifreiðar árgerð 2013 og eldri.
Í bifreiðar árgerð 2013 og yngri er viðmiðunarverð varahluta 50% af verði nýs hlutar hjá umboði. Í bifreiðar árgerð 2012 og eldri er viðmiðunarverð okkar 35% af verði nýs hlutar hjá umboði.
DÆMI 1:
Nýr hlutur kostar kr. 100.000, viðmiðunarverð Netparta er kr. 50.000.
DÆMI 2:
Nýr hlutur kostar kr. 100.000, viðmiðunarverð Netparta kr. 35.000.
Ofangreint eru dæmi um viðmiðunarverð. Netpartar ehf. gera gjarnan verðtilboð í varahluti, sérstaklega ef um magnkaup er að ræða. Ávallt er miðað við ástand varahluta við verðmat. Allir varahlutir hjá Netpörtum eru rekjanlegir og gæðavottaðir.
Vinsamlega hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar.