Að vera vottuð skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfinu felur í sér að við erum ávallt að endurskoða og yfirfara verkferla í starfsemi okkar, m.a. með það fyrir augum að auka endurvinnsluhlutfall bifreiða og notkun notaðra varahluta.
Við erum samt sem áður ekki tilbúin að selja hvaða varahlut sem er, þó svo hluturinn virðist heill og nothæfur.
Engar reglur gilda hér á landi um sölu á notuðum öryggisbúnaði úr bifreiðum eins og öryggisbeltum og loftpúðum. Í Svíþjóð er t.a.m. hvorki talið æskilegt né réttlætanlegt að selja slíkan búnað notaðan.
Við höfum því ákveðið að fara að dæmi Svía í þessum efnum og hætta allri sölu á loftpúðum og öryggisbeltum úr tjónabifreiðum sem til okkar koma.