Viðskiptavinir Netparta eru aðallega bifreiðaverkstæði um allt land og tryggingafélög, en einnig einstaklingar. Þessir aðilar eru sífellt meðvitaðri um kosti þess að versla notaða varahluti sem hafa verið gæðavottaðir og eru rekjanlegir, þar sem það styður við þeirra eigin umhverfisstefnu.
Netpartar eru vottað umhverfisvænt fyrirtæki sem endurvinnur allt sem frá bílnum fellur; frá olíu til pústkerfis, frá speglum til skotthurða og kemur heilu hráefni aftur í annan bíl eða til frekari hráefnisvinnslu á réttan stað.
Markmiðið er að sífellt gera betur og endurvinna allt hráefni úr bílnum til fullnustu. Við höfum líka tekið á móti rafmagnsbatteríum úr rafbílum og unnið með nýsköpunarfyrirtækinu IceWind að því að endurnýta rafmagnið úr þeim til ýmissa hluta. Hafðu samband ef þú vilt vita meira um málið.
Við fögnum öllum nýjum hugmyndum og hvetjum til frekari nýsköpunar. Í dag er notkun á endurunnum varahlutum eingöngu um 3-4% hér á landi, á meðan hún er hátt í 20% í Svíþjóð. Við setjum stefnuna á að hækka þetta hlutfall hjá okkur.
Viltu vita meira um hvernig við endurvinnum hráefni úr bifreiðum? Smelltu þá hér.