Netpartar tryggja gæðaeftirlit allra varahluta, ábyrgð á þeim og rekjanleika
Hjá okkur færðu réttan varahlut í góðum gæðum og á góðu verði. Með því að versla heila, notaða varahluti leggur þú þitt af mörkum til baráttunnar gegn sóun, urðun og förgun á verðmætum efnum og spilliefnum.
Notaðir varahlutir eru merktir eftir ástandi þeirra, A, B eða C
- A – merkir að hluturinn er í mjög góðu ástandi
- B – merkir smávægilegt frávik á ástandi, eins og t.d. smá beygla, rispa eða slitflötur er meðalslitinn
- C – merkir að hluturinn er í slöku ástandi, eins og t.d. með stóra beyglu eða mikið slitna slitfleti. Hluturinn er nothæfur en nauðsynlegt er að skoða hann vel og meta.
Netpartar ehf. fer eftir gæðahandbók þegar kemur að því að meðhöndla varahlut úr bíl, tryggja rekjanleika hans og gæðavotta til endurnýtingar í annan bíl. Kaupandi gerir sér grein fyrir og samþykkir að kaup á notuðum hlut getur aldrei komið fullkomlega í stað nýs varahlutar sömu gerðar.