Kæru viðskiptavinir,
Vegna hertra öryggisreglna almannavarna út af Covid-19 munum við loka veghliði við Netparta til að takmarka umferð að og inn í húsið. Við munum áfram afgreiða vörur úr húsi en koma með þær að hliði í staðinn.
Við sendum vörur áfram um allt land og minnum á símann okkar, 486 4499 og netfangið netpartar@netpartar.is fyrir vörupantanir.
Við viljum einnig biðja þá aðila sem ætla að koma með bíla til förgunar að hafa samband við okkur í síma áður en komið er með bílinn. Þá verður eigandi bílsins eða sá sem hefur umboð til förgunar að koma inn í hús til að ganga frá tilskyldum gögnum vegna þess. Vinsamlegast hafið samband við okkur áður til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
Við munum tilkynna um breytingar á fyrirkomulagi þegar hægt verður. Þökkum skilning vegna breyttra kringumstæðna.