Hér gefur að líta brot úr ýmsum áttum, þar sem fjallað hefur verið um fyrirtækið og starfsemi þess. Við leyfum okkur að endurbirta hluta úr þessum greinum og þeir sem vilja lesa meira geta smellt á viðeigandi tengil.
FRÁ DV:
Umhverfisvænt og með 75.000 vörunúmer á lager
.. Netpartar er með samstarfssamninga við bæði Sjóvá og TM um kaup á tjónabifreiðum, en hvati tryggingafélaganna til að semja við fyrirtækið, og fleiri á sínum tíma, var m.a. að auka framboð af notuðum varahlutum og gera þá að aðgengilegri og fýsilegri kosti fyrir verkstæðin.
Þegar bíll hefur lent í tjóni er hann metinn af hlutlausum aðila/millilið sem ákvarðar verðið til Netparta. Það enda ekki allir tjónabílar í þessu ferli og aldrei bílar þar sem um banaslys er að ræða.
Tjónabifreiðar frá tryggingafélögunum eru verðmetnir af þriðja aðila og þegar fyrirtækið kaupir bílinn er hann afskráður og Netpartar er þá skuldbundið til að rífa hann. Bíllinn er síðan skoðaður, allt sem er heilt og seljanlegt er skráð inn á lager og fastanúmer bílsins verður hluti af vörunúmeri varahlutanna.“
- Nánar á dv.is
BÆNDABLAÐIÐ:
Umhverfisvæn endurvinnsla á notuðum bílum
„Við rekum snyrtilega verslun með notaða varahluti, þar sem hver hlutur er þrifinn og ástandsmetinn, skráður inn í tölvukerfi, fær sína staðsetningu á lager o.s.frv. Við höfum innleitt gæðaeftirlitskerfi og nú nýlega fengum við umhverfisvottun á starfsemina.
Í dag skilgreinum við okkur sem umhverfisvæna endurvinnslu á notuðum bifreiðum. Við flokkum og endurvinnum allt úr bifreiðinni. Það sem ekki nýtist sem varahlutur er þá hráefni eins og járn, ál, gúmmí, plast, hvarfakútar o.s.frv.“
- Nánar á bbl.is
RÓTARÝKLÚBBUR SELFOSS:
Nútímaleg endurvinnsla bifreiða
Netpartar er sérhæft fyrirtæki í endurvinnslu tjónabifreiða, með gæða- og umhverfisvottun. Varahlutir úr tjónabílum eru seldir að mestu í netverslun.
Það vakti athygli viðstaddra hversu allt fyrirtækið og umhverfi þess var hreint og snyrtilegt, hvergi olíublett að finna, enda eigendum óspart hrósað fyrir það hversu vel til hefur tekist.
- Nánar á Rotary.is