Netpartar taka þátt í nýju og spennandi samnorrænu verkefni sem kallast , en verkefnið snýst um að bæta ferlið við meðhöndlun rafhlaðna úr rafbílum á Norðurlöndunum.
Samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Markmið þessa verkefnis er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli sem leiðir til réttrar meðhöndlunar á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun.
Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Verkefninu er því ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum.
PROACTIVE er tveggja ára verkefni sem hófst þann 26. ágúst 2020, stýrt af Stiftelsen Chalmers Industriteknik í Svíþjóð og fjármagnað af Nordic Innovation.
Fréttatilkynning (á ensku) um PROACTIVE verkefnið