Gæðavottaðir og rekjanlegir varahlutir – góð hugmynd fyrir þig, bílinn þinn og umhverfið.
Þrátt fyrir að nýjar og umhverfisvænar bifreiðar muni leysa vandann einn daginn, þá megum við ekki gleyma öllum þeim úrgangi sem verður til þegar bíll er tekinn úr notkun. Í bílaiðnaðinum er mikið af hráefnum endurheimt með sundurhlutun bíla, en þar eru hráefni sem hægt er að nýta áfram, bæði í aðra bíla og til annarrar notkunar. Í endurvinnslu er bíllinn tekinn í sundur, sumir hlutir eru endurnýttir sem varahlutir á meðan aðrir eru unnir frekar niður. Við getum lokað keðjunni með því að endurvinna efni sem eru nýtt í aðra framleiðslu.
Endurvinnsla og endurnýting stuðlar að sjálfbærni og hvetur okkur til að huga að umhverfinu og takmörkuðum auðlindum sem okkur ber skylda til ganga vel um.
Efnasamsetning bíla hefur breyst mikið í áranna rás. Gömlu bílarnir voru mikið úr stáli, en nú á dögum sjáum við meira af áli og efnum af lífrænum uppruna. Þess vegna hafa verið hannaðar aðferðir til að skilja að segulmagnaða málma frá öðrum hlutum bílsins.
Hjá Netpörtum tekur það u.þ.b. einn dag fyrir einn starfsmann að taka niður einn bíl. Við endurvinnum um 300 bíla á ári.
Við byggjum endurvinnslu á þremur atriðum:
- Skilja að frumefni, t.d. ál sem fer í bræðslu
- Björgun hluta – þ.e. nýting hluta bifreiðar aftur með öðrum tilgangi, t.d. plast
- Endurnýting, til dæmis í varahlut í annan bíl.
Fyrst eru hlutir eins og rafgeymar, spilliefni, eldsneyti fjarlægt. Olía er fjarlægð með sérstakri olíuskilju og bensín og díselolía er endurnýtt á bíla fyrirtækisins eins og hægt er. Síðan er farið í að aðskilja mismunandi efnislega hluta bílsins, helst að taka flesta plast, ál, stál og aðra efnishluta saman. Bílgrindin stendur þá sjálf eftir og ef ekki er hægt að nýta hluta af henni, þá fer hún í tætara hjá þjónustuaðilum sem einnig skilur í sundur efni bílgrindar, eins og stál og málma frá plasti.
Á Íslandi er notkun varahluta um 3-5% á meðan hún er um 15% í Svíþjóð. Hækkum þetta hlutfall á Íslandi.
Varahlutalagerinn okkar er stór og við tökum frá allt heilt úr bíl sem hægt er að endurnýta; þrífum, gæðaskoðum, merkjum vel bíl og árgerð og geymum síðan á réttan hátt þangað til að einhver finnur það sem hann er að leita að fyrir bílinn sinn.