Bílaendurvinnsluiðnaðurinn er með þeim stærstu í heiminum, en um það bil 27 milljónir farartækja eru endurunnin á heimsvísu. í Bandaríkjunum er endurvinnsla bíla stærsti endurvinnsluiðnaðurinn, þar sem um 12-15 milljónir ökutækja fara í endurvinnslu árlega. Hjá Netpörtum fara um 300 bílar á ári í gegnum umhverfisvænt endurvinnsluferli. Við erum kannski ekki stórtæk á heimsvísu en við leggjum til baráttunnar fyrir betra umhverfi og ætlum okkur gera enn betur og meira. Við tókum saman nokkrar mikilvægar staðreyndir um af hverju umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og hráefna úr þeim skiptir máli fyrir okkur öll og umhverfið okkar.
Umhverfisvæn bílaendurvinnsla vinnur gegn mengun
Þegar bíll er kyrrsettur til lengri tíma eru miklar líkur á því að margvísleg eiturefni fari að leka úr honum. Slík efni, eins og bensín og olía geta mengað grunnvatn og sjó og því þarf að losa þau á öruggan hátt. Einnig geta sýrurnar sem eru í rafgeymum borist í jarðveg og haft áhrif á efnajafnvægi hans sem á móti getur haft áhrif á heilsufar fólks og jarðar. Í umhverfisvottuðu endurvinnsluferli bíla, eins og hjá Netpörtum, geturðu verið viss um að öll slík efni séu fjarlægð á öruggan og ábyrgan hátt, strax við komu á svæðið.
Milljónir tonna af efnum og orku sparast árlega
Árlega endurvinnst um 14 milljón tonn af stáli í heiminum eða nóg til að byggja 2000 Eiffel turna, ótrúlegt en satt. Einnig endurheimtist 2,9 milljón tonn af sinki frá aflóga ökutækjum og 1,5 milljón af því þjónar nýju hlutverki. Sink er m.a. sett í bíla til að vernda þá gegn tæringu frá salti. Þá er áætlað að frá bílaendurvinnslu komi um 85 milljón olíutunna árlega. Ef við setjum þetta í eitthvað samhengi, þá er árlegt magn af skaðlegum vökvum sem endurheimtist við umhverfisvæna endurvinnslu jafnmikið og 8 Exxon Valdez olíuslys, sem er eitt mesta umhverfisslys sem orðið hefur. Mikil orka fer í að nota nýtt hráefni til framleiðslu. Við endurvinnslu er áætlað að stáliðnaðurinn spari nóga orku til að halda um 18 milljón heimilum gangandi fyrir rafmagni á ári. Þá notar framleiðsla fyrir endurunnið sink 76% minni orku borið saman við notkun óendurunnis/nýs sinks. Þetta eru töluvert magnaðar tölur, finnst okkur.
Hægt er að endurvinna nánast allan bíllinn þinn – minnkum urðun!
Í dag endurvinnum við hjá Netpörtum um það bil 85% af bíl með því að endurnýta varahluti fyrir bíla sem enn eru í notkun og setja afgang í endurvinnslu brotajárns, glers, gúmmís og fleira. Markmið Evrópusambandsins er 95% – við stefnum auðvitað í þá átt. Bílar sem eru framleiddir í dag innihalda u.þ.b. 25% af brotajárni. Að járninu meðtöldu, þá er auðveldlega hægt að endurvinna framrúðuna, rafgeyminn, áklæðið og dekkin og svo framvegis. Það sem fer ekki í endurvinnslu eða í notaða varahluti fer í urðun, en okkar markmið er að minnka hluta þess sem fer í urðun eins mikið og hægt er. Eða kannski bara ekkert að vera að urða. Hvernig hljómar það?
Heimildir:
Responsible Auto Recycling: Why Is it Important?
https://www.conserve-energy-future.com/6-positive-facts-global-car-recycling-industry.php
https://nearsay.com/c/480549/199699/3-facts-about-auto-recycling-you-probably-didn-t-know