• Menu
  • Skip to right header navigation
  • Skip to main content
  • Skip to secondary navigation
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Before Header

  • Facebook
  • Instagram
  • Phone

Netpartar lógó

Umhverfisvæn Endurvinnsla Bílaparta

  • Samfélagsábyrgð
    • Gæðavottun
    • Umhverfisvottun
    • Að endurvinna bíl
  • Um okkur
    • Fréttir & Fróðleikur
    • Starfsfólk
  • Varahlutir
    • Verðskrá
    • Ástand Varahluta
    • Afhending varahluta
    • Skilmálar
  • Hafa samband
  • Viltu vinna með okkur?

Mobile Menu

  • Facebook
  • Instagram
  • Phone
  • Samfélagsábyrgð
    • Gæðavottun
    • Umhverfisvottun
    • Að endurvinna bíl
  • Um okkur
    • Fréttir & Fróðleikur
    • Starfsfólk
  • Varahlutir
    • Verðskrá
    • Ástand Varahluta
    • Afhending varahluta
    • Skilmálar
  • Hafa samband
  • Viltu vinna með okkur?

Hvað á að gera við rafbatterí úr ónýtum bílum?

07.11.2022 //  by Netpartar .

Við sögðum frá því fyrir nokkrum misserum að Netpartar væri hluti af samnorrænum hópi, , en verkefni hópsins snýst um að bæta ferlið við meðhöndlun rafhlaðna úr rafbílum. Fyrir utan Netparta og Hringrás, taka þátt aðilar frá Stena Recycling í Danmörku og Svíþjóð, Esani frá Grænlandi, IRF og KB frá Færeyjum. Verkefninu er stýrt af rannsóknarmiðstöðinni Stiftelsen Chalmers Industriteknik í Svíþjóð og er verkefnið fjármagnað af Nordic Innovation.

Hópurinn fundaði núna síðast á Íslandi og heimsótti hin ýmsu fyrirtæki í leiðinni; Netparta og Hringrás og bílaumboðin B&L og Heklu til að kynnast mismunandi ferlum og hlutverkum fyrirtækjanna þegar kemur að meðhöndlun rafbattería. Þá kíktu þau í heimsókn til nýsköpunarfyrirtækisins Icewind en þar var þeim sýnt hvernig rafbatteríin gætu nýst við að byggja orkugeymslur fyrir vindtúrbínur. Nú sér fyrir endann á verkefninu, en áætlað er að hópurinn skili af sér niðurstöðum í desember. Ætlunin er að halda áfram í næsta fasa á næstu misserum, en langtímamarkmiðið er að gera alla meðhöndlun rafbattería sem ekki geta lengur þjónustað bíl, örugga og skilvirka. Verkefnið hefur að leiðarljósi að styrkja samvinnu milli Norðurlandaþjóðanna og að miðla kunnáttu á milli þjóðanna, en töluvert liggur á að koma þessu máli í góðan farveg þar sem innflutningur á rafbílum eykst á hverju ári. Ljóst þarf að vera hver beri kostnað af því að taka á móti og geyma rafbatterí og meðhöndlun þess, en mjög dýrt er að senda batterí úr landi og nauðsynlegt að rannsaka hvort hægt sé að vinna með slík batterí heima fyrir í staðinn.

Lagabreytingar um áramótin

Um áramótin taka í gildi hér á landi breytingar á lögum um úrvinnslugjald og lögum um meðhöndlun úrgangs, sem ætlað er að ná utan um meðferð og meðhöndlun á drifrafhlöðum í skráningarskyldum ökutækjum. Þar er gert ráð fyrir ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á þessum rafhlöðum við lok lífdaga. Framleiðendaábyrgð felur í sér að framleiðendur bera ábyrgð á þeim kostnaði sem myndast við endurvinnslu eða förgun hlutarins á löglegan og umhverfisvænan hátt að eðlilegum endingartíma liðnum. Jafnframt er framleiðanda og innflytjanda falið að setja upp kerfi til að safna þessum rafhlöðum um allt land og ráðstafa þeim með viðeigandi hætti.  Úrvinnslugjald verður lagt á þessar rafhlöður til að standa undir kostnaði við meðferð og meðhöndlun þeirra við lok lífdaga.

Evrópusambandið mun svo herða reglur um rafhlöður í bílum (e. Battery directive), en áætlað er að ný reglugerð taki gildi árið 2023. Reglugerðin mun hafa ákvæði um samstarf milli rafhlöðuframleiðenda og endurvinnsluaðila, en meðal annars er gert ráð fyrir að auka þurfi endurvinnslu, að auka þurfi notkun endurunnins efnis í framleiðslu nýrra rafhlaðna og tekin verði upp „rafhlöðuvegabréf“ til að tryggja rekjanleika.


 

Flokkur: FréttirEfnisorð: bílabatterí, endurvinnsla, Netpartar, PROACTIVE, Rafmagnsbatterí

Previous Post: « Mýkt og pastellitir í hráum veruleika aflóga bíls
Next Post: Hröð og örugg björgun er gríðarlega mikilvæg »

Primary Sidebar

Það nýjasta

  • Alor og Netpartar: endurnýting á rafbílarafhlöðum fyrir umhverfisvænni rafstöðvar
  • Getum við sloppið við förgun?
  • Netpartar hljóta Umhverfisverðlaun Árborgar árið 2023
  • VÍS og Netpartar stytta biðtíma eftir varahlutum  
  • Get ég komið með bílinn minn til Netparta og selt hann í varahluti?
Netpartar - framúrskarandi fyrirtæki 2020

Footer

Netpartar

Byggðarhorni 38
801 Selfoss
netpartar@netpartar.is
kt: 610696-2529
Sími: 486 44 99
Lokað

  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube

Við sendum varahluti um allt land

Nánar um fyrirkomulag afgreiðslu vegna Covid

1 Map
  • Um fyrirtækið
  • Hafa samband
  • Vafrakökur

Copyright © 2025 Netpartar ehf

Við notum vafrakökur (namm kökur) svo upplifun þín á vefnum okkar verði sem best. Ef þú heldur áfram að skoða vefinn gerum við ráð fyrir því að þér finnist það í lagi.SamþykkjaUm Vafrakökur